Skerða þjónustu hjá Strætó

Þjónusta hjá Strætó á landsbyggðinni mun frá og með morgundeginum skerðast tímabundið vegna COVID-19-faraldursins. Farþegum almenningsvagna á landsbyggðinni hefur fækkað um 75% yfir síðustu vikur og Vegagerðin neyddist því til þess að draga úr akstri.
Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um breytta áætlun hjá Strætó sem hefur áhrif á Suðurnesin:
Suðurnes
Leið 55: Reykjavík – Keflavíkurflugvöllur
- Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.
Leið 87: Vogar – Vogaafleggjari
- Engin skerðing þar til annað verður tilkynnt.
Leið 88: Grindavík – Reykjanesbær
- Leiðin mun aka skv. laugardagsáætlun alla daga á meðan skerðingin er í gildi.
- Ferðum kl. 07:24 frá Grindavík og kl. 07:50 frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður bætt við áætlunina á virkum dögum.
Leið 89: Reykjanesbær – Garður – Sandgerði
- Ferðirnar kl. 22:10 frá Miðstöð og kl. 22:34 frá Sandgerði verða ekki eknar á meðan skerðingin er í gildi.
- Engin þjónusta verður á leiðinni um helgar á meðan skerðingin er í gildi.