Nýjast á Local Suðurnes

Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut

Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut nærri Grindavíkurafleggjara klukkan rúmlega fimm í dag.

Ökumaðurinn var einn í litlum fólksbíl sem fór margar veltur, að sögn varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi.is. Maðurinn gekk sjálfur úr bílnum en hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til skoðunar. Bíllinn er talinn gjörónýtur.