Nýjast á Local Suðurnes

Þrjú áætlunarflug til landsins

Einungis þrjú flug eru á áætlun til landsins í dag, en mikið hefur dregið úr flugi eftir að strangari reglur um sóttkví voru settar á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar.

þær þrjár vélar sem eru áætlaðar til lendingar í dag eru á vegum Air Greenland, frá Nuuk og Icelandair frá Amsterdam og Kaupmannahöfn. Öðrum flugferðum til landsins hefur verið aflýst, langflestum á vegum Icelandair.