Tveggja leikja bann byggt á myndbandsupptöku

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ þann 22. september var leikmaður Njarðvíkur, Marc Mcausland, úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna atviks í leik Njarðvíkur og Kára í 2. deild karla þann 13. september síðastliðinn.
Úrskurðaði nefndin um leikbannið með vísan til ákvæða 6.2. og 6.3 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, samkvæmt 13. gr. sömu reglugerðar, en þar er kveðið á um að meðal annars megi nýta myndbandsupptöku til að úrskurða um atvik sem dómarar leiks sjá ekki og var það gert í þessu tilviki. Á upptöku frá leiknum má sjá leikmanninn bregða fæti fyrir leikmann Kára að því er virðist viljandi.
3ja leikja bann? Meira? Minna? pic.twitter.com/6E1P2OexII
— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) September 18, 2020