Nýjast á Local Suðurnes

Jeppe með tvö í sjötta sigri Keflavíkur í röð

Jeppe Han­sen skoraði tvö fyrstu mörk Kefla­vík­ur og Sig­ur­berg­ur Elís­son það þriðja í 3-1 sigri Keflavíkur á HK á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld.

Sigurinn í kvöld var sá sjötti í röð hjá Keflvíkingum sem eru í öðru sæti deildarinnar með 24 stig, stigi á eftir toppliði Fylkis.