15 milljónir til Suðurnesja vegna þrots WOW
Félagsmálaráðuneytið hefur veitt Vinnumálastofnun 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna falls WOW air.
15 milljónum króna verður varið til að styrkja stofnunina á Suðurnesjum og 65 milljónir fara í að styðja við stofnunina í Reykjavík.
Talið er að um 1.100 manns missi vinnuna, þar af um 6-700 á Suðurnesjum.