Nýjast á Local Suðurnes

Miklar tafir á umferð við flugstöðina – Búið að loka Sandgerðisvegi

Miklar umferðatafir eru nú við flugstöð og hafa langar bílaraðir myndast í báðar áttir. Aðstæður til aksturs eru erfiðar og hefur lögregla kallað eftir aðstoð björgunarsveita til þess að leysa úr flækjunni.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Sandgerðisvegur sé lokaður fyrir umferð og biðlar til fólks á að vera ekki á ferðinni að óþörfu.