Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á að byggja langtímabílastæði í Reykjanesbæ

Lögð var fram tillaga í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á fundi í gær um að fela skipulagsfulltrúa, í samráði við umhverfis- og skipulagsráð, að kanna hvort og þá hvar megi útbúa eitt eða fleiri svæði fyrir langtímabílastæði í Reykjanesbæ eða næsta nágrenni hans.

Í greinargerð með tillögunni er gert ráð fyrir að umrædd bílastæði yrðu rekin af einkaaðilum, meðal annars fyrirtækjum sem bjóða upp á bílastæðaþjónustu í tengslum við flug um Keflavíkurflugvöll og bílaleigur, en bílar frá slíkum fyrirtækjum eru nú geymdir víðsvegar um sveitarfélagið.

Tillagan, sem lögð var fram af bæjarstjóra, fékk fínan hljómgrunn og var samþykkt með öllum atkvæðum að vinna hana áfram.