Nýjast á Local Suðurnes

Nýir aðilar taka við sorphirðu á Suðurnesjum – Stefnt að sorpflokkun fljótlega

Nýir aðilar hafa tekið við þjónustusamningum um sorphirðu á Suðurnesjum frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Gámaþjónustan tekur við sorphirðunni af Hópsnesi sem hefur séð um hana undanfarin ár og verður sorphirðan með óbreyttu fyrirkomulagi fram í ágúst í sumar.

Þá er undirbúningur í fullum gangi varðandi endurvinnslu heimilisúrgangs á Suðurnesjum og er gert ráð fyrir að tunnum undir endurvinnsluefni verði dreift til allra heimila á næstu misserum og sorpflokkun tekin upp.

Kalka stefnir að því að senda kynningarbækling til íbúa á Suðurnesjum fljótlega þar sem meðal verður annars greint frá áætlun um hvenær flokkun við heimili kemur til framkvæmda auk fleirri atriða sem varða sorphirðumál á Suðurnesjum.