Nýjast á Local Suðurnes

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær næst minnst í framlag frá ríkinu

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fær næst minnst allra heilbrigðisstofnana í framlag frá ríkinu á árinu 2018, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Stofnunin fær 2.314 milljónir króna, sem er aukning um tæpar 20 milljónir króna frá fjárlögum ársins 2017. Aðeins Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fær minna framlag.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sendi á dögunum frá sér áskorun til stjórnvalda vegna framlaga til verkefna sveitarfélagsins á vegnum ríkisins, en fordæmalaus fólksfjölgun hefur verið á svæðinu undanfarin ár.

“Íbúafjölgun í Reykjanesbæ hefur verið langt umfram fjölgun íbúa á landinu öllu. Frá árinu 2014 hefur íbúum bæjarins fjölgað um 26% en fjölgun íbúa á landinu öllu er um 4%. Samhliða fordæmalausri íbúafjölgun í Reykjanesbæ hafa fjárframlög ríkisins til svæðisins ekki verið aukin í takt við hana með þeim afleiðingum að fjárframlög á hvern íbúa hafa dregist verulega saman. Í áætlanagerð ríkisins virðist ekki hafa verið tekið eðlilegt tillit til þess hversu langt yfir meðaltali fjölgunin á svæðinu er og því stendur svæðið langt að baki öðrum svæðum þegar kemur að fjárframlögum til opinberrar þjónustu.” Segir meðal annars í bókuninni, sem undirrituð var af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn.

Samanburð á framlagi við aðrar heilbrigðisstofnanir má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Heilbrigðisstofnanir
Fjár­lög 2015Fjár­lög 2016Fjár­lög 2017Frum­varp 2018
Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri6.3626.3706.6216.787
Land­spítali50.04850.20953.45956.625
Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands3.6393.6893.7793.789
Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða1.7101.7301.9011.959
Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands4.1534.3634.4754.593
Heil­brigðis­stofn­un Aust­ur­lands2.6922.7602.8532.948
Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands4.1564.1914.3594.436
Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja2.2032.2252.2952.314
Nokkr­ir safnliðir2921.4722.3382.956
75.25677.00982.07886.408