Nýjast á Local Suðurnes

Þökkuð vel unnin áratuga störf

Þriðjudaginn 31. janúar sl. var haldin samkoma til handa þeim sem náðu 25 ára starfsaldri á síðasta ár sem og þeim sem luku störfum á árinu 2022 vegna aldurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar, buðu til kaffisamsætis á Hótel Keflavík í nafni Reykjanesbæjar og var góð þátttaka hjá hópnum. Auk þeirra gat hver og einn tekið með sér gest.

Það er nýleg hefð hjá Reykjanesbæ að þakka starfsfólki sem starfað hefur í 25 ár hjá sveitarfélaginu fyrir dygga þjónustu við bæjarbúa. Fyrir nokkru var tekin ákvörðun um að breyta þeirri hefð sem hafði verið við lýði hjá sveitarfélaginu um langt skeið og í stað þess að fagna stórafmælum starfsfólks myndum við hér eftir fagna starfsaldri. Ákveðið var að fagna og heiðra starfsfólk í tilefni 10 ára starfsafmælis á hverjum vinnustað og 25 ára starfsaldri með sameiginlegu kaffisamsæti ásamt þeim sem hættu störfum vegna aldurs. En vegna covid höfum við þurfum við að hafa annan hátt á sl. tvö ár og senda þeim rafrænar heillaóskir.

Árið 2022 náðu þrír hjá Reykjanesbæ þeim áfanga að fagna 25 ára starfsafmæli og sautján luku störfum vegna aldurs. Mörg þeirra höfðu unnið hjá sveitarfélaginu í áratugi og jafnvel alla starfsæfi sína. Reykjanesbær færir þeim öllum þakkir fyrir þjónustu við íbúa síðastliðin ár og áratugi.

25 ára starfsaldur 2022:

 • Ása Eyjólfsdóttir – Nesvellir
 • Bryndís Björg Guðmundsdóttir – Myllubakkaskóli
 • Dagfríður Guðrún Arnardóttir – Nesvellir

Hættu störfum vegna aldurs 2022:

 • Ástríður Guðmundsdóttir – Tjarnasel
 • Guðjón Sigbjörnsson – Njarðvíkurskóli
 • Ástríður Helga Sigurðardóttir – Njarðvíkurskóli
 • Soffía Aðasteinsdóttir – Félagsstarf aldraðra
 • Guðmundur E. Hermannsson – Heiðarskóli
 • Guðmundur Ingvar Hinriksson – Heiðarskóli
 • Ingibjörg Pálmadóttir – Heiðarskóli
 • Sigurbjörg Guðmundsdóttir – Heiðarskóli
 • Guðríður Anna Waage – Bókasafn
 • Gylfi Bergmann – Reykjaneshöfn
 • Ína Dóra Hjálmarsdóttir – Tónlistarskóli
 • Elín Gunnarsdóttir – Holtaskóli
 • Guðrún Ágústa Björgvinsdóttir – Garðasel
 • Sara Bertha Þorsteinsdóttir – Myllubakkaskóli
 • Kolbrún Skagfjörð Sigurðardóttir – Myllubakkaskóli
 • Elínborg Sigurðardóttir – Myllubakkaskóli
 • Þórlína Jóna Ólafsdóttir – Holt