Nýjast á Local Suðurnes

Óska skýringa frá sorphirðuverktaka

Stjórn Kölku átti góða umræðu um sorphirðumál um jól og áramót á síðasta fundi sínum, en eins og alkunna er þá gengu þau mál ekkert of vel á Suðurnesjum.

Undir dagskrárliðnum var farið yfir greinargerð um söfnun úrgangs um áramót til Grindavíkurbæjar og ástandið seinustu vikur.

Stjórn Kölku lýsir yfir vonbrigðum með þjónustu og upplýsingagjöf við skerta þjónustu verktakans yfir jól og áramót og krefst svara frá verktaka, segir í fundargerðinni. Þá fól stjórnin framkvæmdastjóranum að óska eftir svörum frá verktakanum.