sudurnes.net
Óska skýringa frá sorphirðuverktaka - Local Sudurnes
Stjórn Kölku átti góða umræðu um sorphirðumál um jól og áramót á síðasta fundi sínum, en eins og alkunna er þá gengu þau mál ekkert of vel á Suðurnesjum. Undir dagskrárliðnum var farið yfir greinargerð um söfnun úrgangs um áramót til Grindavíkurbæjar og ástandið seinustu vikur. Stjórn Kölku lýsir yfir vonbrigðum með þjónustu og upplýsingagjöf við skerta þjónustu verktakans yfir jól og áramót og krefst svara frá verktaka, segir í fundargerðinni. Þá fól stjórnin framkvæmdastjóranum að óska eftir svörum frá verktakanum. Meira frá SuðurnesjumVilja takmarka lausagöngu hunda og banna lausagöngu kattaLánuðu fjórgasmæla og fengu vandaða tölvuskjái að gjöfGeirmundur fyrir dómi: “Fól und­ir­manni mín­um að fram­kvæma þau mál sem hér er getið”Isavia afhendir ekki gögn í KaffitársmáliFara vel yfir sorphirðumál yfir hátíðir og leggja sérstaka áherslu á upplýsingagjöfHeimavellir kynna “nýja nálgun” á skuld við KadecoReykjanesbær óskar eftir frekari fresti til að ljúka viðræðum við kröfuhafaStund milli stríða – Lögreglumenn skelltu sér í strandblak í góða veðrinuVilja upplýsingar um tafir á sorphreinsunFærri en búist var við hafa sótt um frestun fasteignagjalda