Elvar Már á topp 5 lista yfir bestu leikmenn í Florida
Elvar Már Friðriksson er að standa sig vel í bandaríska háskólaboltanum, hann er með flestar stoðsendingar allra í deildinni eins og stendur eða 8,4 að meðaltali í leik, auk þess skilar hann um 10 stigum að meðatali í leik.
Vefsíðan Herosports.com sem flytur fréttir af háskólaboltanum og heldur utan um tölfræði í deildinni hefur valið Elvar einn af 5 bestu leikmönnum vikunnar í Florida. Í lýsingu um Elvar segir meðal annars að hann sé valinn á listann að þessu sinni vegna þess að hann sé gott dæmi um góðan bakvörð í nútíma körfubolta, bakvörður sem skilar bæði stoðsendingum og stigum fyrir lið sitt er gulls ígildi.
Sjálfur segir Elvar í spjalli við Herosports.com að hans hlutverk sé að stjórna sóknarleik liðsins og koma sendingum á liðsfélaga sína sem allir séu góðir skotmenn – Topp fimm listann og umsögnina um Elvar má finna hér.