Nýjast á Local Suðurnes

Leikhópurinn Lotta stýrir fjölskyldudagskrá á útisviðinu á Ljósanótt

Að venju verður blönduð fjölskyldudagskrá á útisviðinu á laugardegi Ljósanætur og að þessu sinni verður það Leikhópurinn Lotta sem stýrir dagskránni og skemmtir börnunum á milli atriða auk þess sem þau bjóða upp á leikþátt.

Dagskráin hefst strax að lokinni árgangagöngu kl. 14.00 en á meðal atriða á útisviðinu verða Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bestu vinir í bænum,  Bryn Ballett Akademían og Danskompaní sýna dansatriði, Líf og friður – söngsyrpa úr söngleik kirkjunnar og dagskránni líkur svo um klukkan 16.15 með taekwondo sýningu.