Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður ógnaði öryggisvörðum og flugáhöfn

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ölvuðum flug­f­arþega í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar, en hann er sagður hafa verið mjög ógn­andi við flugáhöfn og ör­ygg­is­verði. Var hon­um að lok­um meinað að fara með flugi til Var­sjár vegna ástands hans.

Þá kemur fram í tilkynningu frá lögreglu að tveir ein­stak­ling­ar, sem stöðvaðir voru í flug­stöðinni í vik­unni, hafi fram­vísað skil­ríkj­um sem voru í eigu annarra. Þeir voru færðir á lög­reglu­stöð og mál þeirra er komið í hefðbundið ferli.

Það var meira um að vera á flugvellinum, því lenda þurfti farþega­flug­vél á vellinum vegna veik­inda farþega. Vél­in var á leið frá London til Los Ang­eles þegar veik­ind­anna varð vart. Farþeg­inn var flutt­ur á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja til skoðunar.