Nýjast á Local Suðurnes

Bónus á Fitjum opnar fyrr fyrir viðkvæma hópa

Bónus á Fitjum opnar verslun sína klukkutíma fyrr alla mánudaga til fimmtudaga fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins á meðan á samkomubanni stendur. Þetta kemur fram á vef verslunarkeðjunnar, en þar segir einnig þetta úrræði sé ekki hugsað fyr­ir hvern sem er held­ur þá sem virki­lega þurfa á því að halda. Þá kemur fram að ekki boðið upp á þennan valkost föstudag, laugardag og sunnudag þar sem starfsfólk ráði ekki við meira um helgar.

Verslunin verður því opin á milli klukkan 10 og 11 á morgnana fyrir eldri borgara og viðkvæma hópa á fyrrnefndum dögum.