Nýjast á Local Suðurnes

Handtekinn í Leifsstöð með mikið magn af sterum

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var nýverið handtekinn eftir að hafa reynt að smygla miklu magni af sterum og öðrum lyfseðilsskyldum lyfjum til landsins, þetta kemur fram á dv.is

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu manninn við komu hans frá Berlín. Í ferðatösku mannsins fundust vel á annað þúsund ambúlur, sem innihéldu ríflega 1500 millilítra af sterum, ásamt um sex þúsund steratöflur, auk lyfja.

Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um fundinn og handtóku lögreglumenn manninn og færðu hann á lögreglustöð. Mál hans er í rannsókn.