sudurnes.net
Handtekinn í Leifsstöð með mikið magn af sterum - Local Sudurnes
Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var nýverið handtekinn eftir að hafa reynt að smygla miklu magni af sterum og öðrum lyfseðilsskyldum lyfjum til landsins, þetta kemur fram á dv.is Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu manninn við komu hans frá Berlín. Í ferðatösku mannsins fundust vel á annað þúsund ambúlur, sem innihéldu ríflega 1500 millilítra af sterum, ásamt um sex þúsund steratöflur, auk lyfja. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um fundinn og handtóku lögreglumenn manninn og færðu hann á lögreglustöð. Mál hans er í rannsókn. Meira frá SuðurnesjumÁratuga viðskiptasamband fór illa – Krafðist 130 milljóna en þurfti að greiða sexGjörsamlega út úr heiminum eftir inntöku hakakrosstöfluFimm handteknir vegna fíkniefnamála – Lögðu hald á 200 grömm af kannabisefnumYfir 3.000 fermetrar seldir á Ásbrú árið 2015 – Nær allt iðnaðarhúsnæði í útleiguByggja 800 nýjar íbúðir í VogumÖkumaður undir áhrifum fíkniefna handtekinn – Var á stolinni bifreið með þýfi í fórum sínumSérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út – Maður hótaði að beita skotvopnum á ÁsbrúAlbanir koma oftast við sögu í skilríkjamálumStjórn Kadeco tekur ekki afstöðu í máli fyrrverandi framkvæmdastjóraNjarðvíkingar fá KR-inga í heimsókn í kvöld