Nýjast á Local Suðurnes

Árni og Böðvar kveðja pólitíkina – “Þurfti þrautseigju að fylgja verkefnum eftir gegn andstreymi fjársveltis”

Guðbrandur Einarsson er til hægri á myndinni

Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Böðvar Jónsson, bæjarfulltri sátu sinn síðasta bæjarstjórnarfund í dag. Fundurinn í dag var sá 452. sem Böðvar hefur tekið þátt í.

Árni Sigfússon greinir frá því á Facebook að hann kveðji pólitíkina í Rreykjanesbæ sáttur þrátt fyrir mikla baráttu,enda “…var hér fátækt samfélag sem varð að berjast og taka lán til að fjárfesta í uppbyggingunni. Það þurfti þor til að ráðast í þau verkefni og þrautseigju að fylgja þeim eftir gegn andstreymi fjársveltis og mesta atvinnuleysis á landinu.” Segir Árni meðal annars á Facebook.

Böðvar Jónsson hefur verið bæjarfulltrúi í yfir 20 ár, en hann hóf stjórnmálaferil sinn í bæjarpólitíkinni í Njarðvík og hefur komið að fjölda mála á löngum ferli. Böðvar hefur setið flesta bæjarstjórnarfundi allra bæjarfulltrúa frá upphafi, en sá bæjarfulltrúi sem kemur næst á eftir Böðvari í fundarsetu er Árni Sigfússon.