Nýjast á Local Suðurnes

Hröðun á landrisi við Litla Hrút

Merki um landris á Reykjanesskaga mældust fljótlega eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk í byrjun ágúst í sumar, á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um 4 vikur.

Nýjustu GPS mælingar gefa nú vísbendingar um hröðun á landrisinu. Líkurnar á því að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa aukist og getur sú þróun átt sér stað á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kemur fram í færslu Veðurstofunnar á Facebook.

Nánari upplýsingar má finna með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

https://www.vedur.is/um-vi/frettir/hrodun-a-landrisi-a-reykjanesskaga