Nýjast á Local Suðurnes

Dregið úr skjálftavirkni og ekkert landris

Frá því 26. maí dró verulega úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og síðustu 3-4 daga hefur ekkert landris mælst á GPS mælum Veðurstofunnar. Eins hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu.

Frá því 28. apríl til 28. maí reis land um alls 5,0-5,5 sm og fylgdi því umtalsverð skjálftavirkni. Síðusta daga hafa mælst um 150 upp til 300 skjálftar á svæðinu á meðan að taplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest var. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi.