Nýjast á Local Suðurnes

Dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hrækja á lögregluþjón

Karlmaður var í lok febrúar dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 29. apríl 2018 hrækt inn um opinn glugga lögreglubifreiðar í Reykjanesbæ og í andlit lögreglumanns sem þar var við skyldustörf.

Maðurinn játaði sakargiftir í málinu skýlaust og horfir það honum til málsbóta. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í 30 daga, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð. Þá var manninum gert að greiða lögmannskostnað að upphæð 126.480 krónur.