Nýjast á Local Suðurnes

Nýr þjálfari Njarðvíkur gefur eftir hluta launa sinna

Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa eftir hluta af launum sínum sem þjálfari liðsins. Þetta gerir hann vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kórónuveirunnar.

Mikael greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

„Ég tel það mína skyldu. Við erum ekki búnir að æfa í rúma viku og ég sé ekki fram á að fyrsta æfing verði fyrr en í fyrsta lagi 15. apríl. Vonandi þá.” Sagði Mikael.