Eldur í bifreið á Ásbrú og á iðnaðarsvæði í Njarðvík

Í nótt barst lögreglunni tilkynning um eld í bifreið sem stóð á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Fyrr í vikunni kom upp eldur í gámi í Njarðvík. Mikinn eld lagði frá honum og var fólk í nærliggjandi húsum beðið um að loka gluggum. Í báðum tilfellum mætti slökkviliðið á staðinn og réð niðurlögum eldsins.