Nýjast á Local Suðurnes

Söfnuðu 450.000 fyrir minningar- og styrktarsjóð Ölla

Hlaupararnir sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni á síðasta ári. - Mynd Facebook / Minningar-og styrktarsjóður Ölla

Um 20 hlauparar hlaupu fyrir Minningar- og styrktarsjóð Ölla sem hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.

Alls safnaði hópurinn 445.000 krónum sem munu renna í þetta þarfa verkefni.

Forsvarsmenn hópsins eru ánægð með hvernig til tókst og þakka fyrir veittan stuðning á Facebook-síðu Minningar- og styrktarsjóðs Ölla.

“Þessi dagur fór fram úr okkar björtustu vonum og við getum strax byrjað að leyfa okkur að hlakka til hlaupsins að ári.” Segir meðal annars á Facebooksíðunni