Nýjast á Local Suðurnes

GRAL fékk styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2016. Alls bárust 94 umsóknir frá 82 atvinnuleikhópum, þar á meðal frá Grindvíska atvinnuleikhúsinu, GRAL. 18 verkefni hljóta styrk í ár, þar á meðal framlag GRAL sem kallast „Íslendingasögurnar 30/90/30“.

Styrkupphæðin til GRAL er 7.500.000 kr. en lesa má um úthlutunina í heild hér. Heildarupphæð leiklistarráðs til styrkjaúthlutana 2016 er 88,5 milljónir en alls var sótt um 559.552.571 milljónir króna.