Nýjast á Local Suðurnes

Tvítugur síkátur Sjóari verður með veglegasta móti í ár

Undirbúningur fyrir Sjóarann síkáta hófst í janúar og er skipulag hátíðarinnar langt komið, hátíðin hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins verður haldin um Sjómannadagshelgina, 3.-5. júní 2016, til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans. Breytingar verða gerðar á hátíðarsvæðinu í ár, en það verður allt fært niður fyrir Kvikuna. Tilgangurinn er að þjappa hátíðarsvæðinu saman.

Hátíðin á 20 ára afmæli í ár og þá á Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur 60 ára afmæli og því verða hátíðahöldin með veglegasta móti í ár. Sem fyrr verður aðkoma Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar mikil, en hún hefur meðal annars séð um skipulagningu og gæslu á hátíðarsvæðinu.

Hátíðin hefur vaxið með hverju árinu, þar er fjölbreytt dagskrá alla sjómannadagshelgina en mikið verður lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Líkt og undanfarin þrjú ár verður bænum skipt upp í fjögur litahverfi.