Nýjast á Local Suðurnes

Gular viðvaranir vegna veðurs

Hvöss sunnanátt er í gangi á suðvesturhorni landsins þessa stundina auk töluverðrar rigningat. Þetta mun svo snúast í suðvestan hvassviðri eða storm með skúrum eða éljum eftir hádegi með kólnandi veðri.

Veðurstofan hefur sent út gular viðvaranir vegna veðursins og taka þær gildi klukkan 13 í dag, en þá má búast við vindi allt að 23 m/s með mikilli rigningu eða éljum og þar með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum upp til fjalla.