Nýjast á Local Suðurnes

Samgönguáætlun afgreidd úr nefnd – Aldrei fleiri um­sagnir sendar inn vegna þing­máls

Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar var afgreidd úr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í morgun, en í áætluninni, sem er stefna stjórnvalda í samgöngumálum á næstu 15 árum, frá 2019 til 2033, eru meðal annars fyrirætlanir um uppbyggingu á vegakerfinu með veggjöldum.

Samgönguráðherra hefur helst talað um þrjá samgönguása í nágrenni höfuðborgarsvæðisins sem yrðu fjármagnaði með veggjöldum. Fyrsti ásinn er Reykjanesbrautin sem á að tvöfalda alla leið inn á höfuðborgarsvæðið og að Keflavíkurflugvelli. Annar ásinn er Suðurlandsvegur inn í höfuðborgina og austur á Selfoss.

Tæp­lega 1.600 um­sagnir hafa verið sendar inn um sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2019 til 2033. Aldrei hafa fleiri um­sagnir verið sendar inn vegna neins þing­máls. Ætla má að vef­síða sem Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, kom á fót, og ber ein­fald­lega nafnið Veg­gjöld?, spili stóran þátt í inn­sendum fjölda um­sagna Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Björn Leví Gunnarsson að 93 prósent þeirra sem hafa nýtt vefsíðuna hafi lýst sig and­víg veg­gjöldum en einungis 7 prósent hlynnt þeim.