Nýjast á Local Suðurnes

Sveitarfélög óska eftir morgunhönum

Barnavernd Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir því að ráða starfsmann í tilsjón og/eða að gerast morgunhani. Um er að ræða áhugavert og gefandi starf í formi stuðnings við fjölskyldur. Leitað er eftir fólki með nauðsynlega þekkingu og hæfni til að mæta þörfum barna og foreldra hverju sinni.

Helstu verkefni

  • Tilsjónaraðilar aðstoða foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum.
  • Morgunhanar mæta snemma á heimili og vekja fjölskylduna ásamt því að efla heimilismeðlimi í að koma upp morgunrútínu sem stuðlar að árangri til lengri tíma.

Hæfniskröfur

Góðir samskiptahæfileikar

Sjálfstæði í vinnubrögðum

Áhugi og reynsla af vinnu með fjölskyldum

Hreint sakavottorð

Frekari upplýsingar um starfið

Algengast er að um 16-20 klst. sé að ræða á mánuði en vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir þörfum hvers og eins. Starfið hentar einstaklega vel sem hlutastarf með námi. Ekki er krafist tiltekinnar menntunar eða reynslu, öll lífsreynsla getur komið að notum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um starfið má finna á heimsíðum sveitarfélaganna þriggja.