Liverpool minnist fyrrum þjálfara Keflavíkur

Skotinn Ian Ross, fyrrverandi þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur er látinn, 72 ára gamall. Ross þjálfaði einnig lið KR og Vals hér á landi.
Ross lék með og þjálfaði fjölmörg lið á ferlinum, en hann lék meðal annars með Liverpool frá árinu 1966 til ársins 1972 og minnist félagið hans á heimasíðu sinni og samfélagsmiðlum félagsins í dag.
Keflvíkingar léu undir stjórn Ian Ross árið 1994 og enduðu í þriðja sæti efstu deildar.