Nýjast á Local Suðurnes

Kaj Leo í Njarðvík

Færeyingurinn Kaj Leo Í Bartalstovu er genginn til liðs við Njarðvík úr Leikni. Kaj Leo á að baki fjölmarga leiki í efstu deild.

Njarðvík er sem stendur fimm stigum frá öruggu sæti í Lengjudeildinni, en liðið skipti nýverið um þjálfara þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson tók við.

Kaj á 28 landsleiki að baki fyrir Færeyjar og var um stutta hríð leikmaður Dinamo Bucharest í Rúmeníu. Kaj varð Íslandsmeistari með FH 2016, bikarmeistari með ÍBV 2017 og aftur Íslandsmeistari með Val 2020.