Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæma fyrir offjár í þágu mun færri en eiga líf sitt og limi undir Reykjanesbraut

Reynir Traustason, leiðsögumaður og fyrrverandi blaðamaður, gerir Reykjanesbrautina að umræðuefni í pistli á Facebook, en hann hefur starfs síns vegna ekið hana töluvert undanfarin misseri. Reynir segir það óskiljanlegt að ekki skuli vera búið að tvöfalda Reykjanesbrautina rautina fyrir löngu, en hann hefur, að eigin sögn, lent tvisvar í lífsháska við akstur á brautinni.

Í bæði skiptin sem hann tiltekur í pistlinum áttu atvikin sér stað á einföldum köflum, annars vega við álverið í Straumsvík og hins vegar eftir að komið er úr austri að hringtorginu í Reykjanesbæ. Í pistlinum, sem finna má hér fyrir neðan undrast Reyir framkvæmdaleysi á þessum fjölfarnasta vegi landsins á meðan framkvæmdir við göng eru í gangi víða um land.