Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ setur húsið á sölu – Myndir!

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar og eiginkona hans Jónína Guðjónsdóttir hafa sett heimili sitt á sölu, þetta kemur fram á Facebook-síðunni Hugarheimur Árna, sem Árni Árnasson heldur úti en á síðunni fjallar Árni meðal annars um áhugaverða hönnun og falleg heimili og vel þess virði að “líka” við hugarheiminn hafi menn áhuga hönnun og flottum heimilum víða um heim.

Bæjarstjórahjónin eiga glæsilegt einbýli við Freyjuvelli þar sem þau hafa komið sér vel fyrir í gegnum tíðina. Húsið er vandað í alla staði með góðum bílskúr. Fasteignasalan Stuðlaberg er með fasteignina á söluskrá og má skoða hana nánar á studlaberg.is

kjartan mar hus cover

Glæsileg fasteign með góðum garði í góðu hverfi í Reykjanesbæ

kjartan mar hus1

Stofan er í opnu björtu rými

kjartan mar hus2

Kjartan er mikill tónlistamaður og tróð upp á Ljósanótt á dögunum – Gardínuvængirnir gera það að verkum að auðvelt er að stjórna birtunni í rýminu

kjartan mar hus3

Málverk eftir Suðurnesjakonuna Sössu prýðir stofuna

kjartan mar hus4

Loftið tekið niður í fleka með innbyggðri lýsingu í eldhúsinu

kjartan mar hus5

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og með flottum glervaski

kjartan mar hus6

Það fer vel um bæjarstjórahjónin í þessu fallega rými