Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á fríar körfuboltaæfingar fyrir leikskólabörn

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur mun bjóða upp á fríar körfuboltaæfingar fyrir stelpur og stráka, sem fædd eru árin 2012 og 2013 í vetur.

Í tilkynningu frá deildinni kemur fram að æft verði í B-sal íþróttahússins við Sunnubraut á laugardögum frá klukkan 9.00 – 9.50 og mun Kristjana Eir Jónsdóttir stýra æfingunum.

Fyrsta æfing verður laugardaginn 14. oktober.