Nýjast á Local Suðurnes

Hörður áfram með Keflavík

Hörður Sveinsson mun leika áfram með Keflavík á næsta ári. Hörður er að ná sér eftir meiðsli á hné sem hann varð fyrir síðasta sumar, en stefnir á að verða klár í slaginn áður en Pepsi deildin 2018 byrjar.

Hörður er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið 255 leiki fyrir Keflavík og Val og skorað í þeim 79 mörk. Þá lék Hörður 13 leiki með yngri landsliðum Íslands og skoraði í þeim þrjú mörk.