Nýjast á Local Suðurnes

Stöðvaður á 160 kílómetra hraða – Greiddi háa sekt á staðnum

Lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði för öku­manns sem ók á rúm­lega 160 km hraða á Reykja­nes­braut­inni í gær­kvöldi en há­marks­hraði þar er 90 km/​klst.

Að sögn varðstjóra var um er­lend­an ferðamann að ræða sem greiddi sekt­ina á staðnum og þurfti því að greiða 170 þúsund krón­ur fyr­ir. Ef hann hefði ekki greitt strax hefði sekt­in farið í 230 þúsund krón­ur.