Stöðvaður á 160 kílómetra hraða – Greiddi háa sekt á staðnum
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för ökumanns sem ók á rúmlega 160 km hraða á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi en hámarkshraði þar er 90 km/klst.
Að sögn varðstjóra var um erlendan ferðamann að ræða sem greiddi sektina á staðnum og þurfti því að greiða 170 þúsund krónur fyrir. Ef hann hefði ekki greitt strax hefði sektin farið í 230 þúsund krónur.