Nýjast á Local Suðurnes

Vara við leiðindar veðri í nótt – Hálka á Reykjanesbraut

Veður­spá Veðurstofu Íslands í dag og nótt ger­ir ráð fyr­ir sunn­an og síðar suðaust­an 8-15 metr­um á sek­úndu og dá­litl­um élj­um, þurru að mestu um landið, en slyddu eða rign­ingu með köfl­um sunn­an­til.

Mjög djúp lægð nálg­ast landið í kvöld úr suðri með ört vax­andi aust­an átt og fer hún all­hratt norður yfir land í nótt. Aðal vind­streng­ur þess­ar­ar lægðar er aust­an við lægðarmiðjuna og gera nýj­ustu spár ráð fyr­ir að vind­streng­ur­inn nái inn á landið aust­an­vert með sunn­an roki og sums staðar fár­viðri við aust­ur­strönd­ina í nótt.

Í viðvör­un á vef Veður­stof­unn­ar seg­ir að mik­il­vægt sé að fylgj­ast með veður­spám því ekki þarf braut lægðar­inn­ar að breyt­ast mikið til þess að mikl­ar breyt­ing­ar verði á veður­spám.

Þá segir á vef Vegagerðarinnar að hálka sé á Reykja­nes­braut og snjóþekja á Suður­nesj­um.