Nýjast á Local Suðurnes

Kólnandi veður framundan – Snjór í kortunum

Veðurstofan spáir suðlægri átt, 3-8 m/s og skúrum í dag og búast má við snjó- eða slydduéljum eftir hádegi. Lægir og rofar til í kvöld, en hæg norðanátt og léttskýjað á morgun. Kólnandi veður og kringum frostmark á morgun.

Samkvæmt langtímaspá Veðurstofunnar mun létta aðeins til á laugardag, en á sunnudag og fram á miðvíkudag er útlit fyrir stífa norðaustanátt með snjókomu eða éljagangi, en bjart með köflum SV-til og mun veður fara kólnandi.

Á vef Veðurstofunnar er að finna hugleiðingar veðurfræðinga varðandi spár næstu daga en þar segir meðal annars:

Í dag gengur á með sunnankalda og skúrum eða éljum sunnan- og vestanlands. Norðaustanlands verður heldur hægari vindur og bjart með köflum. Í nótt nálgast öflug lægð sunnan úr hafi og mun úrkomusvæði hennar vætanlega ná austurstöndinni, þar sem hvessa mun af norðri og rigna eða slydda.

Á morgun, föstudag heldur lægðin áfram norður á bóginn og leggst þá í norðanátt á öllu landinu með éljum og jafn vel sjókomu fyrir norðan og kólnandi heldur. Dagana á eftir er búst við ákveðinni norðaustanátt með ofankomu á N- og A-landi, en yfirleitt björtu suðvestanlands. Kólnar enn eftir helgi og frystir víða inn til landsins.

Fyrir þá sem ekki hafa skipt yfir á vetrardekkin er ráðlegt að fara að huga að því og er vel þess virði að kíkja á tilboð á vetrardekkjum sem Bílastofan býður upp á um þessar mundir.