Nýjast á Local Suðurnes

Í sóttkví um borð í bát í Grindavíkurhöfn vegna covidsmits

Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. 

Frá þessu er greint á vefsíðum Fréttablaðsins og Vísis. Þar kemur jafnframt fram að ljóst sé að sá er greindist hafi brotið reglur um sóttkví, viðkomandi hafi þó verið nýkominn um borð og einungis átt í samskiptum við þrjá skipsfélaga sína þegar skilaboð bárust um jákvæða niðurstöðu úr seinni sýnatöku.

Þá kemur fram í fréttum miðlana að skipverjinn sem greindist smitaður af kórónuveirunni sé í einangrun.