Nýjast á Local Suðurnes

Margir af Suðurnesjum í yngri landsliðunum í körfubolta

Það verður nóg um að vera hjá yngri flokkum landsliða í körfuknattleik í sumar, CPH-Invitational (U15) verður haldið um miðjan júní og NM í Finnlandi (U16 og U18) í lok júní. Þjálfarar U15, U16 og U18 ára liða stúlkna og drengja hafa valið æfingahópa sína sem koma saman til æfinga. U15 ára liðin æfa í lok apríl og U16 og U18 liðin helgina 20.-22. maí. Hóparnir skipa 16-18 leikmenn hver og eftir æfingahelgarnar verða endanleg 12 manna lið valin.
Í kjölfarið halda liðin svo áfram æfingum fram að mótunum.

Fjöldi Suðurnesjamanna hefur verið valinn í æfingahópa þessara landsliða, en listann í heild sinni má sjá á heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.

Athygli vekur að Brynjar Atli Bragason úr Njarðvík er í U16 hópnum sem valinn hefur verið til æfinga, en hann var einnig valinn í U17 landsliðið í knattspyrnu sem leikur á móti á vegum UEFA í Finnlandi í sumar.