Nýjast á Local Suðurnes

Harður árekstur á Hringbraut – Einn fluttur á sjúkrahús

Einn var fluttur undir læknis hendur eftir að harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar í Keflavík í gærkvöld.  Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið var ekið viðstöðulaust í veg fyrir aðra á framangreindum gatnamótum. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar fann mikið  til í fótum og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Bifreiðirnar voru báðar óökufærar og voru fjarlægðar með dráttarbifreið.

Fleiri umferðaróhöpp urðu í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum en þau voru minni háttar og engin  slys urðu á fólki.