Nýjast á Local Suðurnes

Kadeco fékk 520 milljónir króna frá ríkissjóði á síðasta ári – Hagnaðurinn 105 milljónir

Hagnaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, nam 105,2 milljónum króna árið 2015, fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Að teknu tilliti til fjármagnsliða og áhrifa dótturfélaga var hagnaður félagsins 198,7 milljónir króna.

Hagnaður ársins eftir reiknaða skatta nam 146,6 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar í lok ársins 2015 samtals 9.108,5 milljónum króna. Heildarskuldir félagsins námu 8.179,8 milljónum króna og eigið fé félagsins nam 928,7 milljónum króna.

Þóknunartekjur félagsins frá ríkissjóði fyrir árið 2015 voru 521,6 milljónir króna, þá fær félagið tekjur af lóðarleigu og útleigu húsnæðis á starfssvæði sínu.