Viltu vera þátttakandi í myndbandi Of Monsters And Men?
Vinsælasta hljómsveit Íslands frá upphafi Of Monsers And Men og framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hafa í sameiningu framleitt sex svokölluð textamyndbönd sem slegið hafa í gegn á YouTube, það frægasta mun vera myndband við lagið Crystals þar sem Sigurður Sigurjónsson leikari fer á kostum.
Myndböndin hafa verið skoðuð tæplega tíu milljón sinnum, þar af myndbandið við Crystals rétt tæplega fimm milljón sinnum.
OMAM ætla að framleiða fleiri myndbönd og óska eftir að þeir sem áhuga hafa á að vera með sendi myndband á hljómsveitina af sjálfum sér syngja lagið Empire – Eina skilyrðið er að myndbandið sé tekið upp með svartan eða hvítan bakgrunn. Skilafrestur er til 12. ágúst næstkomandi, nánari upplýsingar um skilyrði og hvernig skila skal myndbandi til hljómsveitarinnar má finna hér.
Hér fyrir neðan má svo sjá textamyndbandið við Crystals þar sem Siggi Sigurjóns fer á kostum og myndband við lagið Empire sem á að endurgera.