Nýjast á Local Suðurnes

Velgengni OMAM heldur áfram – Crystals í stiklu fyrir The Good Dinosaur

Lagið Crystals með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men ómar í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina The Good Dinosaur sem framleidd er af Pixar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónlist hljómsveitarinnar er notuð í stiklur fyrir erlendar kvikmyndir, lagið Dirty Paws var til að mynda notað í stiklu fyrir myndina The Secret Life of Walter Mitty. Þá var lagið King and the Lionheart notað í stiklu fyrir Hollywoodmyndina Promised Land. Lagið Mountain Sound var notað í stiklu fyrir myndina Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day.

Loks má nefna að tónlist hljómsveitarinnar var einnig notuð í kynningarmyndband fyrir iPhone 5 fyrir ekki svo löngu síðan.

Kynningarmyndbandið fyrir kvikmyndina Good Dinosaur má finna hér fyrir neðan.