sudurnes.net
Velgengni OMAM heldur áfram - Crystals í stiklu fyrir The Good Dinosaur - Local Sudurnes
Lagið Crystals með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men ómar í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina The Good Dinosaur sem framleidd er af Pixar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tónlist hljómsveitarinnar er notuð í stiklur fyrir erlendar kvikmyndir, lagið Dirty Paws var til að mynda notað í stiklu fyrir myndina The Secret Life of Walter Mitty. Þá var lagið King and the Lionheart notað í stiklu fyrir Hollywoodmyndina Promised Land. Lagið Mountain Sound var notað í stiklu fyrir myndina Alexander and the Terrible, Horrible, No Good, Very Bad Day. Loks má nefna að tónlist hljómsveitarinnar var einnig notuð í kynningarmyndband fyrir iPhone 5 fyrir ekki svo löngu síðan. Kynningarmyndbandið fyrir kvikmyndina Good Dinosaur má finna hér fyrir neðan. Meira frá SuðurnesjumViltu vera þátttakandi í myndbandi Of Monsters And Men?OMAM gefur Dalai Lama flotta afmælisgjöfOf Monsters And Men léku lagið Empire hjá Ellen – Myndband!Ingvar E. Sigurðsson fer á kostum í nýju myndbandi Of Monsters and MenAðdáendur OMAM með í nýju myndbandi við lagið EmpireOf Monsters and Men koma fram á Iceland AirwavesNanna Bryndís: “Svefnherbergið var minn mest skapandi staður“Of Monsters and Men keppir við Rolling Stones um Grammy verðlaunMiðar á OMAM seljast á allt að 100 þúsund krónurHaddaway ásamt [...]