Nýjast á Local Suðurnes

Ellert Skúlason ehf. bauð lægst í gerð hringtorgs á Reykjanesbraut

Tilboð í gerð hringtorgs ásamt aðlögun aðliggjandi vega á vegamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Reykjanesbæ að hringtorginu voru opnuð í gær.

Þrjú fyrirtæki buðu í vinnu við gerð hringtorgsins, ÍAV, Ístak og Ellert Skúlason ehf. og bauð það síðastnefnda lægst í verkið, rétt rúmlega 108 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði uppá 107 milljónir.

Verklok eru áætluð í nóvember.