Nýjast á Local Suðurnes

ÍAV býr til Flugvelli

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Verktakafyrirtækið ÍAV bauð lægst í framkvæmdir við Flugvelli í Reykjanesbæ, en tilboð í verkið voru opnuð á dögunum. Tilboð ÍAV hljóðaði upp á 376.971.146 krónur, en kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar hljóðaði upp á 415.649.900 krónur.

Gengið hefur verið til samninga við ÍAV og búast má við að framkvæmdir hefjist á næstunni, lóðir við götuna ruku út á dögunum og voru fjölmargar bílaleigur auk olíufyrirtækja sem tryggðu sér pláss við götuna, sem er ofan við iðnaðarhverfið á Iðavöllum.