Nýjast á Local Suðurnes

Gamli Nói selur veitingar við Seltjörn

Gamli Nói ehf. sótti um leyfi hjá Reykjanesbæ á dögunum fyrir uppsetningu á veitingavagni við Seltjörn, en svæðið er skógi vaxið útivistar- og leiksvæði við samnefnda tjörn.

Að sögn Guðlaugs Helga Sigurjónssonar, forstöðumanns Umhverfissviðs Reykjanesbæjar hefur fyrirtækið þó mun stærri áform á þessu vinsæla svæði, ef veitingasalan gengur vel. Hann sagði þó ekki tímabært að fara nánar út í þau áform eins og staðan væri núna.